Árbók (Kristilegt bókmenntafélag) - 01.01.1936, Page 79
15
»beðið tjón á sálu sinni«. Og þar á meðal
var ég einn.
Þó íór ég þaðan á prestaskólann — með-
fram vegna efnalegs getuleysis. En mig lang-
aði til, að kynnast betur trúraálum og ýms-
um fleirum bugðarefnum í sambandivið þau,
og vonaðist til, að pessi skóli veitti nokkra
hjálp og fullnægingu í þeim efnum.
Þetta brást ekki heldur. Þar fengum vér,
námsfélagar, glögga og góða grein gjörða
fyrir því, að trúin var mörg og marg-
vísleg frá upphafi vega, nær alstaðar um
um alla jörð; og að jafnvel kristnir menn á
öllum öldum, og í flestum löndum hafa skipst
i marga flokka með meir eða minna mismun-
andi trúar-, lífs- og heims-skoðun; og auk
þess ýmsir í kristnum heimi hafnað alveg
kirkju og krÍBtindómi, en nokkrir verið irú-
lausir kallaðir. Þar fengum vér og hispurs-
laust að vita, að nálega hver einasta trúar-,
siða- og heiraspekistefna, sem nú er uppi
og almenningi að einhverju kunn, hafði þá
þegar verið uppi, lengur eða skemur, og
valdið árekstrum, glundroða og striði, og víða
böli og kvöl. En kennarar okkar voru góðir
og sannir. Þeir fengu oss ekki allar þessar
ólíku og gagnstæðu stefnur og kenningar til
afskiptalausrar meðferðar. Þeir gerðu oss,
svo sem þeir gátu, glögga grein fyrir hverju