Árbók (Kristilegt bókmenntafélag) - 01.01.1936, Page 80
76
einu, gagnrýndu alt og rökræddu frá sínu
sjónarmiði, og gátu þá ekki gert öllu jafn-
hátt undir höfði, eins og nú tíðkast; þvi að
þeir voru jafnt gœlnir og grandvarir vísinda-
menn og samviskusamir og alvarlegir trú-
menn með næmri áiyr^ðartilfinningu i txú-
ar- og siðferðismálum.
Er þá sérstaklega skylt og ljúft, að minn-
ast forstöðumanns prestaskóians þá, Helga
leetors Hálfdánarsonar, eins hins hjartahrein-
asta og hjartaheitasta trúmanns og kenni-
manns, sem kynnast má, og jafnframt eins
hins lærðasta guðfræðings síns tíma hérlendis.
Hann var innilega og auðmjúklega trúaður í
lúierskum anda, en þó jafnframt varfærinn
og hóflegur í skoðunum sínum, sem hann
og jafnan færði sín rök fyrir.
Þá var og hinn annar. hugsana- og rök-
spekingurinn, Eiiikur Briem, sem ekki var
heldur áhrifalítill til uppbyggingar. Einnig
hann kom jafnan fram sem hrein-lúterskur
í anda, trú og kenning, og átti alltaf til boð-
leg rök fyrir þeim málstað, sem hann fylgdi,
og mótrök gegn þvi, er hann hafnaði.
Þessir góðu og sönnu kennarar töldu sér
að sjálfsögðu skylt, að fræða oss, nemendur
sina, sem mest og bezt um allar þær anda-
stefnur og kenningar, sem uppi höfðu verið
og uppi voru þá í sögu kirkju og kristni,