Árbók (Kristilegt bókmenntafélag) - 01.01.1936, Page 81
77
náttúruvísindum og heimspeki, og þeirhöfðu
vel og lengi hugsað og brotið til mergjar.
Eu þeir töldu sér einnig jafnskylt og nauð-
synlegt oss nemendum, að segja oss skýrt til
með sínum röksemdum, hvar, hvernig og
hverju megin þeir sjáljir stæðu í nefndum
málum, og þá hvers vegna þeir stæði svo
en ekki, »alstaðar og hvergi«, eða öðru-
vísi. Þetta mun og hafa reynst flestum
nemendum gott, hvöt og styrkur til að
feta í Bpor þeirra í því að »reyna og pró/a
alla hluli« með gœtni, góðri greind og rann-
sókn, og reyna þá að höndla og »halda því
sem gott er«. En umfram allt var oss þá
kennt og bent, í trúarefuum og eilífðarmálum
að hyggja að, og byggja sem mest á »bjargi
aldanna«, Kristi, en hlaupa ekki strax með
hvert vafa og efasemdarefnið út í almenn-
ing. En hér með fylgdi þó alls engin hugs-
anakúgun.
Á þessum dögum og árum, fyrir 40 árum,
var hér líka opinberlega hljótt, og almennt
ókunnugt, eða lítt kunnugt, um hinar mörgu
og mismundandi andastefnur og flokkadrætti
i heiminum. Það voru yfirleitt aðeins lærðir
skólamenu, sem þekktu þær; en fæstirsvo þar
af snortnir eða fangaðir, að þeir gerðust op-
inberir talsmenn eða flytjendur annarlegra
'kenninga, og þeir flestir, þar að auki, svo