Árbók (Kristilegt bókmenntafélag) - 01.01.1936, Page 82
78
hlynntir og fylgjandi ríkjandi kristni og kirkju
ainnar þjóðar, og svo alvörugefnir og vitrir,
að þeir hafa skirrst við, fið greiða andleg-
una ágreinings- og ófriðarmálum leið meðal
alþjóðar til fyrirsjáanlegs glundroða og sundr-
ungar.
En þetta fór af, og kom »öldin önnur«.
Með bráðbættum samgöngum og sambands-
möguleikum við umheiminn, fór landið vort
og þjóðin þá, eins og sagt er um óráðinn
ungling, »út í heiminn« og hringiðu alþjóða-
lífsins, og því meir, sem lengur leið. Þá fór
og flest af þvi, sem uppi var í umheimin-
um, smám saman, og meir og meir, að ber-
ast hingað heim, og þar á meðal einnig
hinar ýmislegu »vísínda«- og trúmálastefnur
og kenningar, sem hæðstmóðins voru þá eða
þar úti í umheimi. Voru flestar þessar kenn-
ingar almenningi alveg nýjar, og þess vegna
kallaðar svo, þótt þær allar væri afgaralar.
En þá fór líka að fara af alvörugefnin og
varfærnin gamla um »nýjar« stefnur og kenn-
ingar; og það fór að þykja »myndarlegt og
mannlegt«, bera vott um »víðsýni« og »frjáls-
lyndi«, »sannleiksást« og fleira gott, að taka
oýjungunum opnum örmum og strá þeim út
sem víðast hér, eins og svo margir gerðu
i öðrum löndum. Þótti brátt mörgum margt
af þessu »nýmeti« harla fagurt á að líta og