Árbók (Kristilegt bókmenntafélag) - 01.01.1936, Page 83
79
girnilegt til fróðleiks«, ekki sízt ungum,
óreyndum og lífsreynslu-litlum mönnum í
misjöfnum skólum, sem verið hafa afskifta-
litlir um og áhrifalausir á hugsunarháttu og
tilfinningalíf nemendanna, eða þá sumir mið-
ur en svo, að því er trúmál snertir. Urðu
því smám saman ýmsir, og fleiri og fleiri, svo
heillaðir af mörgu af þes3u »nýjac, að þeir
vildu og reyndu, að »gefa öðrum með sér«;
því að gnógleg voru efnin. Var og er þetta
gert með ýmsu móti, með sögum, skáidskap,
kvæðum, ræðum og alls konar skrifum og
skrafi. Ber margt af því með sér, að það er
sprottið af lítilli alvöru, lítilli gætni og for-
sjá, og lítilli ábyrgðarlilfinningu.
Eins og kunnugt og eðlilegt er, hefir mörg-
um nýjunga-mönnunum komið laklega saman
um margt. En eitt hefir þeim flestumji þó
yfirleitt komið sæmilega saman um, en það
er, að setjast og veitast að kirkjunni og
kennimönnum hennar, saka og kæra þá um
»iírella« og ranga trú og kenningu, »þröng-
sýni«, »afturhaldssemi«, »ófrjálslyndi«, »fá-
fræði« o. fl. þ. h., eða fyrir það, að gleypa
ekki strax við öllu »nýnæminu» og kyngja
því ótuggnu, og fleygja þá jafnharðan frá
aér gamla »ómetinu«. Hefir stundum kveðið
allmikið að þessu á þessu tímabili, og þó
aldrei meir en nú á síðustu árum. Það hafa