Árbók (Kristilegt bókmenntafélag) - 01.01.1936, Page 84
80
komið fram tillögur og tilraunir um, að
hnekkja starfsemi og starfshæfni kirkjunnar;
einnig um, að breyta um grundvöll og mátt-
arsloðir kristilegrar trúar og lífernis ein-
staklinga og þjóðar; og nú síðast gerð verk-
leg tilraun til að kóróna allt saman, með
allra nýjustu hreyfingu, sem auðvitað er
líka komin frá útlandinu, en það er sú
stefna og starfsemi, sem hefir það ákveðna
markmið, að afkristna land og lýð hreint
og beint.
Til þess að greiða fyrir hinni andkirkju-
legu, andkristilegu breytingu eða umbylt-
ingu, hefir óspart verið reynt að vekja
andúð og lítilsvirðingu, og helzt beina óvild
almennings gagnvart kirkjunni, og spotta
og smána kennimenn hennar, einkum þó
hina eldri, og aðra þó yngri séu, sem ekki
fylgjast með eða daðra dátt við alla ný-
breytnina óðara, en hún sýnir sig. Og það
hefir verið reynt, að sýna, og sannfæra
þjóðina um, að þessir preslar hljóti að vera
annaðhvort: sannfæringarlausir, trúlausir, eða
þá mjög svo heimskir fávizkumenn, eða
hvorttveggja; ellegar þá, ef þeir séu vei að
sér og vitibornir, að þeir þá trúi engu af
því, sem þeir sjálfir kenna, jafnvel ekki
einu orði af því, sem þeir tala í nafni kirkj-
unnar, og séu þá líka auðvitað argvítugustu