Árbók (Kristilegt bókmenntafélag) - 01.01.1936, Side 85
81
og fyrirlitlegustu hræsnarar og svikarar.
Þetta hefir reyndar ekki verið orðað alveg
svona, en á þann hátt þó, að sama kemur út.
Oft og mjög hefir verið gefið í skyn, og
•óbeint hælst um, a<J preslar almennt, og
einkum hinir yngri, mundu nú vera, að
meiru eða minna leyti, horfnir frá hinum
gamla, *úrelta« grundvelli kristindóms og
kirkju, og komnir yfir um í hinar nýju,
»tímabæru« herbúðir fríhyggjunnar, »frelsis-
ins, »frjálslyndi8ins«, »nútímamenntunar« —
og »viðsýnis«.
í meira eða minna trausti eða von til
þessa, hafa nú líka, fyrir skömmu, verið
sendar út meðal presta landsins, flestra eða
allra, og þar með þá væntanlega meðal al-
þjóðar, beinar spurningar um trú þeirra á
flestum höfuðatriðum hinnar gömlu kirkju-
trúar og kenningar, með beinum óskum eða
áskorunum um ákveðin svör.
En svörin hafa komið Jurðu fá, frá 3—4
prestum, og öll svo stutt, og óstudd með
nokkrum rökum, að lítið hefir verið upp úr
þeim að hafa. Tel ég það mjög miður farið,
og að úrúd-nauðsynlegt og skylt hefði verið,
að svörin hefðu komið mörg, og helzt ýtar-
leg og rökrædd, þar sem um svo há-alvar-
leg og þýðingarmikil mál var að ræða, og
álíta má og trúa, að allt þetta umrædda
. \