Árbók (Kristilegt bókmenntafélag) - 01.01.1936, Side 86
82
hafi verið reynt og gert í þeirri trú, að hér
væri verið að vinna gott og rétt og þarft
verk, enda þótt sú trú væri og sé blind. —
Ég hef verið lengi að hugsa mig um, hvort
ég ætti að reyna að svara fyrir mig per-
sónulega þessum trúarspurningum, öllum eða
nokkrum; því að bæði er það, að mikill
vandi og alvarleg ábyrgð mun þar með
fyigja, og þá eigi síðnr hitt, að trú manns
öll verður seint og líklega aldrei með orð-
um einum fullsögð né skýrð, af þeirri sjálf-
sögðu og alkunnn ástæðu, að trúin er ekki
aðeins ávöxtur fróðleiks og þekkingar,-skyn-
semi og Tiuc/arskilnings, heldur á hún og
rætur í hjarta manns, og sprettur upp af
og lagast, mótast, nokkuð eftir þörfum og
kröfum hjarlans, og sérstöku sálarásigkomu-
lagi og eðli manns, lifskjörum o. fl.
Trúin er þyí og verður alltaf fult eins mik-
ið eign og málefni hjartans, tilfinninganna,
eins og höfuðsins, enda þótt bezt fari á og
ákjósanlegast og hjálpsamlegaBt muni vera,
að þetta fari saman. Þess vegna eru líka trú-
málin, hjartansmálin, alveg eðlilega við-
kvæmari en flest eða öll önnur; og því víð-
kvæmari, sem þau eru hjartfólgnari eða inni-
legri og mannssálinni mikilsverðari, svo að
trúað fólk þolir illa, að illa sé með þau far-