Árbók (Kristilegt bókmenntafélag) - 01.01.1936, Page 87
83
ið, og það þvi ver, sem harkalegar og glanna-
legar er á þeim tekið.
En þar af kemur þá einnig eðlilega það,
hve erfitt og enda óljúft manni veitir, að
opna fylgsni hjartans og bera þaðan út trúar-
helgi og leyndardóma sína fram fyrir al-
menning, með því og að vænta má og ótt-
ast það, að þar kunni einhverjum perlunum
að verða »kastað fyrir svín* eða »helgidómi
fyrir hunda«, til særingar og svivirðingar eig-
andanum, og heilögu málefni til skemmdar.
Allt þetta hefir vakað fyrir mér oft, og
þó aldrei meir en síðan framannefndar trúar-
spurningar komu opinberlega út; og það
hefir líka allt hingað til, ásamt mér fylgj-
andi gunguskap, haldið mér til að þegja,
enda þótt mig að öðru leyti sárlangaði til
aö tala.
Ég skal játa, að mér, sem mörgum fieir-
um, þótti til of mikils mælzt, og þó um leið
of lítils, að farið er fram á ákveðin, afmörk-
uð, endileg svör við öllum hinum mörgu og
mikilsverðu trúar-spurningum í sem allra
stytztu máli, án nokkurrar rökfærzlu eða
greinargerðar. Því að ég tel slíkt alls ónógt
og enda ómögulegt til nokkurs gagns fyrir
almenning. En þegar svo þögn vor presta
flestra við spurningum þessum hefir verið
notuð til þess, að bera hana undir almenn-