Árbók (Kristilegt bókmenntafélag) - 01.01.1936, Page 89
85
til þess, að »fagnaðarerindi Krists er kraft-
ur Guðs til sáluhjálpar sérhverjum sem trú-
ir«. Og svo rikt hefir þetta verið í blóði
og eðli mínu, að ég hefi engan veginn og
hvergi fundið hvíld eða friðun i neinu öðru,
hvar og hvernig sem ég hefi leitað. En þó
eigi að síður oft eða oftast, eða jafnvel alltaf,
mátt finna og játa moð trúarskáldinu voru
góða: »Vist er ég veikur að trúa, veiztu það,
Jesú, bezt; frá syndum seinn að snúa, sem
mig nú angrar mest. Þó framast það ég
megna, þínum orðum ég vil — treysta og
gjarna gegna. Gefðu mér náð þar til!«
Skal ég svo, fyrir mig, svara framan rædd-
um trúarspurningum, vegna safnaða minna
og almennings, ef til þeirra mætti ná, svo ein-
læglega og réttilega, sem mér nú veitist náð til.
Fyrsta spurningin er þessi: »Trúið þér
að Guð sé til ?«
Já, ég trúi, að Guð sé til, jafn-sannarlega
og til er himinn og jörð, og allt sem til er
i þeim og á. Því að ég veit ekki til, og fiun
ekki né skil, að himinn og jörð, né nokkur
hlutur, stór eða smár, eða nokkur vera, sem
vitanlega er til, hafl gjört sig sjálf að upp-
hafi, heldur hitt, að allt og allir eiga sína
upphafs-orsök; og meir að segja, hver þekkt