Árbók (Kristilegt bókmenntafélag) - 01.01.1936, Page 90
86
orsök einhverja óþekkta orsök, og hlýtur
slíkt síðast að enda og lenda við einhverja
eina frum-orsök alls og allra — allsherjar
skapara — Guð. En í þessu efni er ég ekkí
heiðingjum fremri eða vitrari, því að einnig
þeir sjá og finna slíkan Guð í verkura hans
á himni og jörð, eða i náttúrunni. En það
má lesa og læra enn meira um Guð á bók
náttúrunnar: Alstaðar og í öllu er líf, hreyf-
ing og starf eftir lögbundinni röð og reglu.
Þess vegna hlýtur og skaparinn sjálfur að
vera lifandi, starfandi, lögmálanna Guð. Al-
staðar og í öllu leitar lífið og starfið jafn-
vægis, hvíldar, friðar, sælu og fullkomnun-
ar. Þess vegna hlýtur og skaparinn að vera
gæzkunnar og friðarins Guð, með þann til-
gang og markmið, að um síðir verði »friður
og öllu óhætt«. Alstaðar og í öllu þykjast
lika vitrir menn verða varir við eitthvað,
sem líkist vitund, tilfinning, vilja og ákveð-
inni viðleitni; og um fjölda skepna, og þó
fremst um oss, mannskepnur, er það alviður-
kennt, að vit, skynsemi og skilningur, til-
finningar og vilji á háu stigi sé þeim áskap-
að og meðfætt, og margir fleiri undursam-
legir eiginleikar, svo sem máttur, sannleiks-,
réttlætis- og kærleiks-kennd og þrá. — Þess-
vegna hlýtur þá og skaparinn sjálfur að
hafa alla slíka eiginleika á allra hæzta stigi,