Árbók (Kristilegt bókmenntafélag) - 01.01.1936, Page 91
87
og vera þá meðal annars alvizkunnar og
almáttarins Guð.
Að öllu athuguðu finnst mér því, að það
só beint ónáttúrlegt, að trúa ekki á tilveru
Guðs, eða að hugsa skaparann minni en
skepnur hans.
önnur eða næsta spurningin er þessi:
•Trúið þér, að Guð sé einn í þremur per-
sónum?t
Já. Ég trúi því jafn-sannarlega og ég trúi
orðum Jesú sjálfs, er hann segir og býður,
að »skíra allar þjóðir í nafni eða til nafns
Guðs Jöður, sonar og lieilags anda, og
kenna þeim að halda allt það, sem hann
hefir kennt og boðið«, þar á meðal trúna á
»föðurinn, soninn og heilagan anda*. Jesús
talar um og boðar »Föðurinn« sem persónu;
sjálfur var og er hann líka persóna, og um
heilagan anda talar hann einnig margoft
sem persónu. Og þetta skýrir bann svo, að
«Sonurinn«, hann sjálfur, sé »útgenginn frá
Föðurnum«, og heilagur andi »framgenginn
af föður og syni«. 0g þannig séu þeir allir
eitt: Faðirinn í Syninum, Sonurinn í Föð-
urnum og Andinn Andi þeirra beggja. Þeir
í honum. Hann í þeim. Víst veit ég og finn,
að þetta er dularfull skýring, og almennri
þekking og skilningi, skynsemis-skiíningi,
ofar. En með hjálp hjarla og anda má þó