Árbók (Kristilegt bókmenntafélag) - 01.01.1936, Síða 92
88
fá skynsemina til að fallast á hana. Á þann
hátt finnur maður og fellst á, að eins og
Guð, hinn eini, hefir opinberað sig sem
Skapara í og með allri heimsmyndinni,
sköpunarverkinu, eins hefir hann og allra
bezt opinberað sig sem Algóðan Föður og
Frelsara i syninum elskulega, Jesú Kristi,
og sem Hjálpara, Helgara, í og með fyrir-
bæri og verkunum Heilags anda, svo að
sannast munu orðin, sem oss eru sögð eftir
Jesú, að «sá, sem hefir séð Soninn, hefir
og séð Föðurinn«, enda er það reynt og víst,
að hver sá fær Guð að sjá, eða finna, sem
séð fær Jesúm Krist sem »ímynd hans veru
og Ijóma hans dýrðar«. Og hver sá, sem
Heilagur Andi Guðs og Krists snertir inn að
hjarta, finnur þar alveg jafnt Föðurinn og
Soninn.
Hér lifir því og starfar hinn eini og sami
lifandi Guð í þremur persónulegum opin-
berunarmyndum og háttum, sem faðir, frels-
ari og hjálpari. í undraverðu og yndislegu
samræmi við þetta verður þá líka þetta,
sem sköpnnarsagan gamla segir, að »Andi
Guðs sveif yfir vötnunum*, yfir hinu byrj-
andi sköpunarverki, og líka það, sem sagt
er í Nýja-Testamentinu, að »Guð hafi skapað
heiminn fyrir Soninn«, þ. e. að Guð hafi í
upphafi skapað, og skapi alltaf, með frelsun