Árbók (Kristilegt bókmenntafélag) - 01.01.1936, Page 93
89
og helgun alls lífs að ætlun og takmarki fyrir
augum. Fyrir því get ég eigi né yil annað
en trúa á einn Guð, og það slíkan Guð, í
heilagri þrenningu, enda yrði ég að öðrum
kosti að hafna trú og kenningu sjálfs Jesú
Krists í þessu efni, eftir því sem ég get bezt
skilið hann í guðspjölluuum. Og þá gæti ég
ekki heldur fundið mig vera samvizkusam-
an lærisvein hans eða trúan þjón.
í innilegri löngun og einlægri viðleitni til
trúarstyrkingar og skýringar á þessu háa og
djúpa trúar- og kenningarefni, hefi ég nú
alllengi reynt að gera sjálfum mér og ferm-
ingarbörnum mínum einfaldari og léttari
þenna himindjúpa sannleika guðlegrar opin-
berunar, með þvi að líta og benda upp til
himinsólarinnar sem tákns og líkingar um
guðlega þreuning í einingu, þar sem saman
fer Ijós og ylur, og kraftur ljóss og hita, til
sköpunar, lausnar og þroskunar allra lífsvera
hér á jörðu Þar mætti líkja skaparanum, föð-
urnum, við birtuna, frelsaranum, syninum,
við ylinn, og Andanum við mátt ljóssins og
hitans; en til samans er þetta þrennt ekkert
annað en þrennskonar opinberanir og sam-
verkandi fyrirbæri hinnar einu og sönnu sól-
ar. Slíka þrenningu í einingu, og samverkn-
að heunar, skiiur maðar reyndar lítið betur;
en þessi þríeining er þó eitt af því marga,
5