Árbók (Kristilegt bókmenntafélag) - 01.01.1936, Page 95
91
oss af honum«. — Og þá engu síður þessi:
»Enginn gjörþekkir Föðurinn, nema Sonur-
inn og sá, sem Sonurinn vill það auglýsa*.
Og »enginn gjörþekkir Soninn, nema Faðir-
inn einn«. Því að í þessum orðum felst heil-
ög áminning til mín og allra annara um
fyllstu auðmýkt, lotningu og varfærni gagn-
vart þessum dýrðlega, eilífa leyndardómi
sköpunar, frelsunar og helgunar; gagnvart
heilagri einingu og þrenningu guðdómsins.
Því nú og enn »sér ei meira sjónin veika,
en sjálfs Guðs dýrðar skuggann bleika«.
Þá er þriðja spurningin: »Trúið þér, að
Guð sé almáttugur?«
Já, ég trúi þvi; ég þarf og þrái að trúa
því, og má alls ekki án þeirrar trúar vera.
Því að án hennar væri mér guðstrúin alveg
ónóg, og sjálfur Guð sem enginn sannur
Guð. En ég hefi líka sjálfan Jesúm fyrir mér
ura trúna á almáttugan Guð; því að sjálfur
lifði og vann og dó hann í þeirri ugglausu
trú, sem bezt er staöfest með upprisu hans,
uppstigning o. fl ; og eftir honum hefi ég, og
bendi á, ávarpið góða: »Almáttugi faðir, allt
er þér mögulegt«. 0g guðspjöllin öll greina
ótal önnur dæmi þess, að honum varð líka
að þeirri trú; og að hann því með fyllsta
rétti og sannleika leitaðist jafnan við, að
brýna fyrir og innræta lærisveinum sínum