Árbók (Kristilegt bókmenntafélag) - 01.01.1936, Síða 96
92
þessa trú. Auk þeirra þykist ég einnig, eins
og enda allur þorri kristinna manna, hafa
Béð, og jafnvel alltaf hafa fyrir augunum,
ýmÍBleg merki og tákn guðlegs almættis, þar
á meðal allt sköpunarverkið, og þá ekki sizt
almættis-undrin öll í og með opinberuninni
með Jesú Kristi og í sambandi við hana. Já,
ég trúi, að Guð minn, Faðir Drottins vors
Jesú Krists, sé almáttugur, og geti því og
geri »allt, sem honum þóknast«, allt, sem al-
gæzkan og spekin vill og veit til hins bezta
allri sinni skepnu.
Aðeins i þessari trú íinn ég líka eina hina
dýrmætustu og verulegustu huggun og styrk-
ingu, hvatningu og hjálp til trausts og bæn-
ar með bænheyrsluvon í háska, stríði og
raunum lífs og dauða.
En almættið er efalaust lögbundið, bundið
æðsta og albezta lögmáli, lögmáli algæzk-
unnar og spekinnar, sem ávalt og alstaðar
vill og veit, »hvað bezt og hollast er«. Og
þar af getur það komið, og kemur lika svo
oft, að vór, skammsýnir — sljósýnir og fávísir
menn — oft og í mörgu hreinir óvitar —
undrumst, og jafnvel hneikslumst á ýmsu,
sem »forsjónin< ýmist gerir eða lætur ógert,
að því er oss finnst eða sýnist. En margoft
kom og kemur það þó á daginn, jafnvel
hér i lífi, að «eftir á« sjáum og viðurkenn-