Árbók (Kristilegt bókmenntafélag) - 01.01.1936, Page 97
93
ura vér, að »svo fór bezt sem fór«, og að
almættið var og er notað aðeins í þjónustu
vísdóras og kærleika.
Þá er 4. spurningin þessi: »Trúið þér, að
sambandinu milli Guðs og manns sé bezt
lýst með orðinu: Faðir?»
Já víst, það sem það nær. En fulllýst er
því ekki, nema við það sé tengt orðið: »barn«,
nema maðurinn, barnið, finni og viðurkenni
sig um leið sem ófullkomið, en þó elskanda
og treystanda, biðjanda og vonanda barn,
en ekki sem alþroskaðan og fullveðja jafn-
ingja, er þykist mega og geta fullskilið eða
jafnvel ráðið nokkru um »föðursambandið«,
eða sagt fyrir um ráð Guðs og gjörðir, sam-
kvæmt skilningi og vilja barnsins. Sjálfur
elskulegasti sonurinn beygði sig í auðmýkt
og hlýðni undir dularráðstöfun alföðurins.
og gjörði hans vilja að sínum vilja í skil-
málalausri trú og trausti á alvizku hans og
gæzku. Þar var og er sarabandinu milli
Guðs og manns bezt og sannast lýst*
Þá er 5. spurningin: «Trúið þér, að trúin
á Guð sem skapara og þróunarkenningin
séu samrýmanlegar?*
Já, því ekki það, ef annars þróunarkenn-
íngin er sönn og rétt? Þvi að þá er liún
ekkert annað en merkileg kenning um einn
undursamlegan og dásamlegan sköpunarmáta