Árbók (Kristilegt bókmenntafélag) - 01.01.1936, Síða 98
94
skaparana, og þróunin ein af ótal vegsam-
legum sköpunar-, vaxtar- og fullkomnunar-
ráðstöfunum og aðferðum hans. Enda er það
trú mín, eins og liklega flestra annara, bygð
á daglegri sjón og reynd, að Guð er enn og
alltaf að skapa, bæði í Hkamlegum og and-
legum skilningi, og undir það tekur Jesús
og sannar það einnig þar sem hann segir:
»Faðir minn vinnur enn, og ég vinn einnig«.
Þá er í sjötta lagi spurt: »Trúið þér, að
sköpun heimsins hafi gerzt eins og skýrt er
frá í sköpunarsögum biblíunnar?«
Eg dáist að og undrast, hve eðlilega, vel
og nærri, sköpunarsaga biblíunnar fer »vís-
indalegum ætlunum og skýringum síðustu
tíma og »nútíðarví8inda«. Því að þar er
bæði séð og sagt, að fyrst verður það til eða
skapast, sem þurfti og þarf til þess, að hið
síðara geti orðið til og viðhaldizt; og að lok-
um verður sú veran til, sem jöfnum hönd-
um hafði og hefir þörf alls hins, sem áður
varð til, og hæfileika til að ráða yfir því og
hagnýta það, æðsta jarðneska skepnan, mað-
urinn. Eg skoða því sköpunarsögu biblíunn-
ar ekki aðeins sem merkilega raunsæan
skáldskap, heldur og jafnframt byggða á
undra mikilli náttúruskoðun og þekkingu,
ellegar þá á spámannlegri sýn, sem svo er
lýst með líkirigamáli, eins og víða er notað