Árbók (Kristilegt bókmenntafélag) - 01.01.1936, Síða 99
95
i biblíunni. Sjálfur Jesús vitnar líka i sköp-
unarsöguna, og hnekkir engu í henni, en
styður hana og styrkir, meðal annars frá
sögn eða umsögn hennar um mann og konu.
Af þessum ástæðum og á þenna hátt
legg ég því trúnað á kjarnann og ganginn í
umræddri sköpunarsögu, og blygðast min
ekki fyrir.
Þá koma 7. og 8. spurning: »7. Trúið
þér, að Guð sé hafinn yfir heiminn, og láti
hann aðeins stjórnast af náttúrulögmálum,
er hann skóp í árdaga,« eða »8. að Guð sé
sjálfur í heiminum sem íbúandi líf eða
máttur, og stjórni honum með persónulegri
nálægð sinni?«
Þessum 2 spurningum verð ég að svara í
einu lagi.
Ég trúi því, sem N.-Testam. segir, að Guð
sé »yfir öllum og öllu, um allt, og í öllum
og öllu«; að hann býr í því ljósi, sem enginn
hefir né getur til komist eða séð, það er að
segja, í hans innsta helgidómi og æðstu dýrð;
en að samt »erum, hrærumst og lifum vér í
honum«. Jesús sjálfur talar líka um og þrá-
ir dýrð föðurins fyrir ofan og utan þennan
heim, ,og talar þó við hann eins og nálæg-
an sér, hvar sem hann var staddur í sínu
jarðneska starfslandi, og kenuir oss, að hugsa
til hans, ákalla hann, biðja og dýrka hann