Árbók (Kristilegt bókmenntafélag) - 01.01.1936, Blaðsíða 100
96
sem lifanda og ríkjanda bæði á himni og
jörðu, þ. e. bæði sem fyrir ofan og utan oss
og þó verandi hjá oss, í oss og meðal vor.
Ef heimurinn er skapaður, og Guð hefir
skapað hann — og það hefir hann gert —
þá hefir hann þó þá í upphafi staðið fyrir
ofan eða utan heiminn, eða sköpunarverkið,
og þó með því, hjá því og í því, og þá líka
ætíð síðan hvortveggja, ekki með öllu ólíkt
því, er meistari stendur yfir vél sinni, er
hann stýrir sjálfur eftir þeim möguleikum,
sem hann hefir lagt í hana.
Guð sjálfur fylgir því með og vakir yfir
lögmálum sínum í sköpunarverkinu, hefir
hemil á þeim, stjórnar þeim og hagnýtir þau
i þjónustu áforma sinna og framkvæmda, og
stýrir rás og viðburðum heimsins og lífsins
með persónulegri nálægð og íbúð sínni. En
augljÓ8asta, æðsta og dýrðlegasta dæmið um
afskifti Guðs, ekaparans, alföðurins, af heim-
inum, sköpunarverki hans, og þar með þá
líka um peisónulega vitneskju hans um heim-
inn og umhyggju hans fyrir houum, er og
verður þó æfitilega hingað-sending Endur-
lausnarans, og með honum og fyrir hann,
mörg önnur himnesk sendíng og jarðnesk
blessun, sem allir mega nú, meir og meir,
af,1 njótá. Já, allir ef þeir kynnu og vildu.
Þá er þaö 9. spurningin: »Trúið þér, að