Árbók (Kristilegt bókmenntafélag) - 01.01.1936, Page 101
97
Guð sé persónuleiki með fullkomnum sið-
ferðilegum eiginleikum?*
Jafnvel heiðingjar trúa þessu. Það mun
áskapað persónulegri skepnu sem eðlisnauð-
syn ög krafa, að finna og hugsa til tilveru
per8Ónulegs skapara; og þá eðlilega með
eiginleikum ekki færri og lægti en þeim,
sem henni sjálfri eru meðskapaðir, Eða mun
það vera heilbrigt og náttúrlegt, að.hugsa
sér eða ætla skaparann sjálfan ófullkomnari
að eðli og eíginleikum en skepnu og skepn-
ur hans; hann, höfundinn alls og allra, sem
lagt hefir inn í eðli allrar lífsveru hæfileika
eða mögulelka tíl æðstu fullkomnunar, eða
eins og frækorn til hennar, sem allir telja
eða trúa, að hafi þann tilgang, að leiða að
lokum alla og allt, til alhliða fullkomnunar,
siðferðilegrar og annarar? Að hugsa sér
eða trúa sjálfan höfund tilverunnar óæðri,
ógöfugt'i og ófullkomnari að nokkru en skepn-
ur hans, það finnst mér vera meir en skepnu-
legt, óskynsamlegt, ónáttúrlegt.
En hvað merkja þá, og til hvers væri þá
allar þær ákallanir eða bænir, sem allar
þurfandi og biðjandi sálir af eðlisnauðsyn og
ávísan senda upp eða út frá sér til »alföð-
urins«, eins og verið hefir, er enn og mun
alltaf verða, ef hann væri aðeins blindur,