Árbók (Kristilegt bókmenntafélag) - 01.01.1936, Síða 102
98
kaldur, vitundar-, eg tilfinníngalaus, ósjálf-
ráður og ósveigjanlegur náttúrukraftur.
En spyrjum Jesúm Krist, og gefum gaum
trú hans, kenning og dæmi, því að lengra
og nær sannleikanum komumst vér ekki. Eg
hefi áður tekið það fram, að Jesús trúði með
fullvissu á, hugsaði um og talaði við Alföð-
urinn, sem persónuleika, óútmálanlega, dýrð-
lega, alfullkomna, lifandi veru, með alla eig-
inleika á æðsta stigi, og þá þarf ég eigi
framar vitna við, heldur byggi hiklaust á
Kristi og dæmi hans, trú mína á persónuleg-
an Guð með alfullkomnum eiginleikum, og
þar á meðal auðvitað siðferðilegum, sem ekki
eru þýðingarminnstir. Hér mætti líka minna
og benda á öll þau siðferðisboð og bönn, sem
öll trúarbrögð hafa haft og hafa, og jafnvel
á mannlega löggjöf flestra þjóða, að boði
Guðs og náttúrunnar.
öll trúarbrögð tileinka slík boð og bönn
Guði sínum, og borgaralega löggjöfin sam-
þykkir þau og styður sem náttúrunauðsyn
og kröfu, sem guðlega tilskipun. Mundi þá
Guð, sem ailt siðalögmál stafar frá, ekki hafa
sjálfur siðferðilega eiginleika!
Þá kemnr 10. spurningin og hljóðar svo:
»Trúið þér, að eðlismunur sé á Guði og
manni?«
Hún verkar einhvern veginn óþægilega á