Árbók (Kristilegt bókmenntafélag) - 01.01.1936, Page 103
99
tnig, þessi spurning. Mér finnst einhvern veg-
inn, að í henni felist rótin að því og stefn-
an til þess, að gera mennina að »guðum«,
og þá Guð sjálfan að engu öðru en að mönn-
unum öllum til samans. Ávöxturinn af þeirri
rót og árangurinn af þeirri stefnu er ekki
girnilegur né heiliavænlegur fyrir mínum
hugarsjónum, og skal ekki nú þar um fjöl-
yrða. En hvað segir Kristur, og hvað segir
innsta og dýpsta tilfinning og þrá auðmjúkr-
ar, guðsþyrstrar mannssálar um þetta? Það
er alkunnugt, að aðalefni og kjarni allrar
kenningar Krists var, og er æ, það fagnað-
arefni, að Guð sé faðir mannanna og menn-
irnir þá börn Guðs; og hann segir meir að
Begja: »Verið fullkomnir eins og yðar himn-
eski faðir er fullkominn«. En þar með getur
hann varla átt við annað eða meira en full-
komnun í góðleik, kærleik, hreinleik og heil-
agleik eða að viti og viðleitni og mætti til
hins góða, sanna og rétta; því að hvergi og
aldrei get ég fundið út úr orðum hans eða
neinni kenningu, eða nokkru dæmi hans, að
hann trúi eða kenni, að nokkur venjuleg
mannvera muni eða eigi nokkurn tíma að
komast svo hátt, eða finna sig í sannleika
svo upphafna, að hún verði eða finni sjálfa
Big í sannleika vera Guð sjálfan, heldur svo.,
að hún finni sig upphafna til hans, gagn-