Árbók (Kristilegt bókmenntafélag) - 01.01.1936, Page 104
I
100
tekna af gæzku hana og dýrð og af elsku-
fullri löngun og viðleitni til að gera hana
vilja, sem þá verði orðinn að æðata lögmáli
og unaði lífs hennar, líkt og osa nú er ktnnt
um æðstu og fullkomnu8tu engla Guða, með
undragæzku, vizku og mætti í og frá Guði.
Eg trúi þes8 vegna fús og feginn því, sem
aagt hefir verið, að »vér erum Guðs ættar*,
erum hver einn lifandi og ódauðlegur andi,
»innblásinn« af Guði »í naair« vors jarð-
ne8ka, dauðlega líkama, eina og ritningin
segir með líkingarorðum, og höfum að þvi
leyti meira eða minna í osa af guðlegu eðli,
er getur vaxið, og á, með Guðs hjálp, að
vaxa og þroskaat til Guðs fyllingar, en ekki
til að verða Guð sjálfur. Eg hugaa mér því
hverja mannssál frá Guði útfarna sem einn
geisla frá sólinni til jarðar, eða sem daggar-
dropa ofan frá hvelfingu himinsina. Geislinn
og dropinn eru ekki sama og sólin sjálf eða
himinskýin, en þeir eru hlutar af þeim, að-
eins agnaragnir, og geyina í sér meira, eða
minna af eðli og eiginleikum uppsprettu sinn-
ar, með þeim óumræðilega þýðingarmikla
mi8muu þó, að sálirnar hafa fengið eilíflega
sjálfstæðan persónuleika og tilverurétt, en
dropinn og geislinn hverfur og týnist — að
því er 8ýnist, út í ósjálfráða hringfás til-
verunnar.