Árbók (Kristilegt bókmenntafélag) - 01.01.1936, Síða 105
101
Annars held ég, að vér, skepnurnar, börn-
in, megum og verðum að fara varlega að
því, að 'gera og gefa út ákveðnar lýsingar,
auk heldur mynduglegar fullyrðingar um eðli
og veru og verk skapara vors og alföður,
8em hlýtur ávallt að vera hátt yfir oss haf-
inn, heldur muna, að »enginn hefir uokkru
sinni Guð séð, né getur eéð«, í allri hans
dýrð; og að enginn þekkir hann, eins og
hann er að öllu, nema »Sonurinn«, sem var
og er í skauti hans.
Mig langar hjartanlega til að mega alltaf
og alstaðar trúa því, að »Faðir Drottins míns
Jesú KrÍ8t8« sé líka faðir minn, og ég þá
einnig barn hans. En mín upphefðarþrá og
hátignarlöngun hefir aldrei risið hærra en
til þess, að mega verða elskandi og elskað
barn Guðs, gagntekið af sælu og unaði, friði
og hvild undir kærleiks-nálægð og fyllingu
Guðs, og velþóknun hans.
Og ég hefi alltaf fundið, og finn jafnan, til
furðublandinnar blygðunar, þegar ymprað er
á öðru eins og því, að ég — allsþurfa skepn-
an — ég kunni að vera tilvonandi Guð, ell-
egar þá, að Guð — skaparinn — kunni að
vera sama sem ég, eða þá vér, mannskepn-
urnar, allir til samans, og þá líka með mér,
eða 088, ýmist vaxa eða minnka, eftir atvik-
um. Skárri væri það nú Guðinn! Mér finnst