Árbók (Kristilegt bókmenntafélag) - 01.01.1936, Side 106
102
slík hugsun eða ímyndun blátt áfram ónátt-
úrleg óvizka eða ofdramb, og stappa nærri
djöfullegum innblæstri; að minnsta kosti
minnir það óþægilega á freistingarorðin fornu:
»Og þið munuð verða eins og Guð«.
Og þá kemur 11. spurningin um djöfulinn,
og hljóðar svo:
»Trúið þér, að djöfullinn sé til sem sér-
stök persóna?®
Eg get ekki betur séð eða fundið en að
Jesús, höfundur og fullkomnari trúar vorrar,
hafi sjálfur trúað og talað um tilveru per-
sónulegs óvinar Guðs og manna, freistara til
synda og glötunar. Víst er það, að Jesús tal-
ar iðulega, óg sterkum orðum oft, um djöf-
ulinn, óvininn, sem volduga persónulega
veru; og um illa og óhreina anda, sem ára
eða þjóna hans; en stundum einnig óper-
sónulega, svo sem »magt myrkranna* o íi.
þ h. Má þá, ef til vill, hugsa sér, að annars
hafi hann vanalegast »personificerað« allt
»óvinarins veldi«, þar eð vitanlegt er og, að
hann notaði oft líkingar.
En hvað er þó óeðlilegra eða ómögulegra
að trúa eða ætla, að til kunni eða muni vera
einhver persónulegur höfuðpaur allra illra
anda, heldur en að trúa, að til séu persónu-
legir vondir andar, spilltir, ófarsælir, illvilj-
aðir og freistandi andar aðrir?