Árbók (Kristilegt bókmenntafélag) - 01.01.1936, Page 107
103
Tilveru slíkra anda munu þó íiestir trúa,
og margir, meir að segja, þykjast hafa
reynslu fyrir tilvist þeirra, eins og lika fyrir
tilveru góðra anda. Ég, fyrir mitt leyti,
hneigist því að trúnni á tilveru persónulegs
»höfðingja þessa heims«, og er þess fulltrúa,
sem kennt er, að »til þess birtist Guðs son-
ur, að hann niðurbryti djöfulsins verk«. Að
öðru leyti finnst og skilst mér, að í líkan
stað muni koma, hvort heldur trúað er, að
hið illa sé persónulegt, eða að það sé per-
sónugerður ópersónulegur veruleiki; því að
hvort heldur er, þá er það þó til, og er
hræðilegt skemmdar- og glötunarvald, sem
þarf að umfiýja, mótstanda og útrýma. En
vel á minnst; vel veit ég það, að til eru
þeir, og ekki svo fáir, sem vilja telja sjálf-
um sér og öðrum trú um það, að enginn djöf-
ull og ekkert illt só til í raun og veru, frem-
ur en t. d. kuldi, heldur »bara« »lágt stig«
eða »vöntun þess góða«. En hvað um það,
margt af þessu »lítið góða« eða jafnvel flest
af þessari »vöntun hins góða«, þykir þó jafn-
vel þessum sömu vitringum sjálfura full illt
og fullkomlega djöfullegt, sem von er, ef eða
þegar þeír verða fyrir því sjálfir, og engu
betra en þótt það væri af persónulegum völd-
um. Og þá þarf einnig eugu síður að óttast
og frelsast frá hinu auma »litið góða«! En