Árbók (Kristilegt bókmenntafélag) - 01.01.1936, Síða 108
104
hver getur orðið og jafnvel hlýtur að verða
eðlilegaata afleiðingin af trúnni á hið »lítið
góða«, eða »vöntun hins góðac, ef henni væri
fylgt rökrétt? Samkvæmt henni verður þá
ekkert verulega syndsamlegt til; engin sam-
vizkusök; engin ábyrgð hugsana, oi'ða né
gjörða, og engin sannarlega réttlát, hegnandi
afleiðing af neinni vonzku eða vitleysu, held-
ur mætti telja allt ósaknæmt, enga samvizku
hafa af neinu, og finna sig innst inni alveg
ábyrgðarlausan; því að hvað sem »ágengur«,
þá verður það aðeins annað hvort »mikið
gott« eða »lítið gott«, eða meir eða minna
gott.
En þessu mótmælir innsta og dýpsta til-
finning raanns og hugsandi skynsemi, enda
kemur það í bága við almenna réttar- og
sannleiksvitund og tilfinning allra alda, og
þá ekki síður við refsi- og umbuna-ráð^taf-
anir, ég vil segja bæði Guðs og manna.
Allt annað mál er það, að ég trúi eigi að
síður, eins og áður er óbeint sagt, að eitt-
hvað gott, meir eða minna guðlegs eðlis. búi
í hverri mannlegri sál; en þó svo, að þar
leynist einnig, meira eða minna, af hinum
eða hinu »vonda«, sem noti »veikleika holds-
in8« til freistinga og afvegaleiðslu, auk þess
marga og mikla freistinga- og skaðíæðisliðs,
sem sækir að manni utan frá, Minnist ég