Árbók (Kristilegt bókmenntafélag) - 01.01.1936, Page 109
105
þá orða Drottins Jesú, er hann svo hreint
og beint talar um »óhreina andann, sem fer
útaf manninum«, þegar hið góða verður í
honum ríkara; en kemur aftur »með 7 anda
sér verri«, ef maðurinn gætir sín ekki. En
jafnframt þessu, og engu síður, er hitt einnig
einlæg og örugg trúa mín, að hið illa sé þó
ómáttugra en hið góða; og að allt »óvinar-
ins veldi* til samans hafi alltaf átt og eigi,
því meir sem nú lengur líður, fyrir sér, að
lúta, lækka og eyðast fyrir valdi og krafti
og vizku hins almáttuga góða Guðs og allra
hans »hersveita« á himni og jörð. Eru mörg
merki og tákn til þessa, um vald og vizku
Guðs i þessu efni; þar á meðal þau, að
margt hið illa og afleiðingar þess heflr Guð
svo í hendi sér, að hann lætur það verða
sjálfu sér til eyðingar og skammar, og um
leið til sigms og eflingar hins góða, eins og
sjá má af mörgum gangi sögunnar, ef að er
gáð; en þó allra bezt og ljósast af sögu
Krists og kri8tninna.r, bæði i fortið og nútíð,
enda hefir hann líka sagt um sína kirkju,
að »vald heljar skal ekki á heuni sigrast«,
og »þegar ég er uppfarinn, mun ég draga
alla til mín«.
Nú veit ég, að ég verð spurður um upp-
runa hins vonda; en þá spyr ég aftur um
uppruna Guðs og hins góða, og segi, að ég
6