Árbók (Kristilegt bókmenntafélag) - 01.01.1936, Page 110
106
dirfist varla að hugsa, auk heldur að tala
eða dæma þar um — því ég hygg og finn,
að slíkt »gengur langt yfir eðli manns* og
alla getu; og væri ofdirfska, ofurdramb og
heimska, að ætla sér það eða reyna. Minn-
ir slíkt mjög á söguna um fall drambsama
engilsins. Ég legg hér auðmjúklega vopn
mín niður, og beygi mig aðeins fyrir, og
held mér við sjáanlegan og finnanlegan
veruleikann.
Þá er 12. spurningin: »Trúið þér, að biblí-
an í heild sé hin eina fullkomua opinberun
um Guð og vilja hans, og að hún sé inn-
blásin á annan hátt en aðrar bækur, og fari
hvergi rangt með trúarkenningar?«
Ég geri mikinn mun Gamla- og Nýja-
testamentisins, enda þótt náið samband sé
þeirra milli. Ég lít á Gamlatestamentíð yfir-
leitt sem mjög merkilega, lærdómsríka og
uppbyggilega sögu, eða söguágrip, um lífs-
feril og viðburði Gyðingaþjóðarinnar, hugs-
anir hennar, trú og siði, þróun hennar og
undirbúning undir »fyllingu tímans.« Og í
þessari sögu tel ég marga kafla, jafnvel að
bókstaf, en þó einkum að efni og anda »inn-
blásna* af Guði meir og undursamlegar en
ég finn eða þekki i nokkurri annari bók, að
undanteknu Nýjatestamentinu, og nefni ég
þar til sérstaklega Messiasarspádómana og