Árbók (Kristilegt bókmenntafélag) - 01.01.1936, Síða 111
107
fyrirheitin. Einnig tel ég ugglaust, að opin-
berun G.-T. um Giuð og hans vilja sé hin
fyllsta og fullkomnasta, sem Gyðingaþjóðin,
og yfirleitt Gamiatestamentis tíminn, var
frekast fær um eða þroskaður til að veita
móttöku. Að því er snertir umspurðar trii-
arkenningar G.-T., má líklega ætla og segja
um þær yfir höfuð, að þær hafi einnig ver-
ið í eðlilegu hæfi við andlegan þroska þjóð-
arinnar, og hafa sumar reynst ýmist meir
eða minna rangar eða ófullkomnar, eins og
þær, sem Jesús ýmist ónýtti eða umbætti
og fullkomnaði.
En um N.-T. trúi ég þvi, að það sé full-
komin, já, hin fullkoranasta opinbernn »til
sálubjálpar hverjum þeim, sem trúir*. Vænt-
anlega efar og rengir enginn kristinn maður,
að Jesús Kristur hafi verið »innblásinn« a,f
Guði og þá einnig orð hans, kenningar og
verk. En þá er spurningin um, hvort rétt
og satt er frá sagt orðum hans og verkum.
Það hafa gert postular hans, sem gengu með
honum út og inn, og átu og drukku með
honnm frá upphafi Messíasar-starfs hans til
enda. Geta má nærri, að það sem þeir segja
eftir honum og um hann, er langminnst af
öllu því, sem þeir heyrðu og sáu hjá honum
En því fremur trúi ég þvi, að því færra sem
þeir hafa ritað, því trúverðugra er það. Því