Árbók (Kristilegt bókmenntafélag) - 01.01.1936, Side 112
108
að þá rná raeð vissu ætla, að þeir hafi helzt
skráð það eina, sera þeir mundu bezt og
þeir voru mest snortnir af, hver fyrir sig eða
saraeiginlega, og siðan byggt á því orð sín
og kenningar, t, d. í bréfum sinum. Má þá
og ugglaust ætla, að þá hafi líka fram við
þá komið fyrirheit meistarans um andann:
að »hann mundi kenna þeim allt og minna
þá á allt«. Það er þvi líka trú mín, að allt,
sem þeir rita og segja um og eftir Kristi og
í hans nafni, það sé innblásið, sérstaklega
innblásið umfram allt annað, að því leyti,
að það sé sannleikanum samkvaunt og sé
gnógsamlégt og fullnægjandi »til sáluhjálpar
sérhverjum sem trúir«. En um tímaröð og
þessháttar skiptir engu máli í þessu sambandi,
Og þó að þeir noti mismunandi orð og mis-
munandi málfæri, og segi oft hver frá sinu
og hver á sinn hátt, þá trúi ég, að hver
fyrir sig þeirra segi, eftír guðlegnm inn-
blæstri og undir áhrifum Andans, fyllsta
sannleika i kristilegum trúar og siðgæðis-
efnum. — Eg fyrir mitt leyti finn ekkí held-
ur þessar mörgu og miklu »mótsagnir,« sem
svo oft hefur verið skrafað og skrifað um,
að væri I ritum N -T. Eg finn þar orðamun
stundum um hið sama; ég finn þar frásögn
eins, sem ekki er hjá öðrum, en ég finn ekki
að einn mótsegi öðrum, heldur að allt sam-