Árbók (Kristilegt bókmenntafélag) - 01.01.1936, Page 113
109
rýmist o- sameinist í einn og sama kjarna,
lærdóms- og líferniskjarna, í anda Jesu Krists,
sem þar því allt er innblásið af,
Þá er 13. spurningin: >Trúið þer, að JN.-
T. t é og muni jafnan verða æðsta opinber-
un Guðs til mannanna?«
Já, ég trúi því; því að ég get elcki hugs-
að mér nokkra æðri opinberun hér á jórðu
en Jesúm Krist sjálfan og allt það, sem 1
honum og með honum er opinberað.
Ég get hugsað mér og lagt trúnað á marga
aðra guðlega opinberun, bæði fyr og siðar;
áður til undiibúnings undir opinberun Krists
og síðar til áframhalds af henni og henm til
staðfestingar; en enga þó æðri, dýrðlegn ne
dásamlegri; enda er ég i engum efa um, að
opinberun hans er hin fullkomnasta opinber-
un, sem gefist hefir og gefist getur, þótt
hún sé ekki hin eina. Þvi að — Guði se
lof — mörg önnar góð og blessuð opinberun
Guðs heflr gefist, bæði fyrir og eftir Krists
holdsvistardaga, og j tfnvel fullt eins enn 1
dag. Og enn i dag og alla komandi daga
má vænta einhverra himneskra opinberana,
allra i samræmi við og til sönnunar opinbei-
un Krists, en engrar þó æðri né meiri.
Og svo há og himnesk er opinberun Drott-
ins Krists fyrir mér, að ég aðhyllist enga
opinberun, sem mér sýnist eða finnst faia í