Árbók (Kristilegt bókmenntafélag) - 01.01.1936, Page 115
111
lokum alla upp til sín í ríki himnanna, al-
gerlega einstætt og meira og stærra en svo,
að hugsanlegt sé án sérstakrar guðlegrar til-
komu og íhlutunar.
Mörg söguleg og sönn dæmi eru og til um
um ýmsa óvenjulegu fyrirboða og fyrirburði
í sambandi við fæðingu og fyrirliggjandi lífs-
viðburði góðra og þýðingarmikilla manna,
og bendir það á fyrirvitund og afskiftu æðri
heima.
Sízt af öllu er þá að furða eða rengja, að
fyrirboðar og fyrirburðir yrði i sambandi
við getnað, fæðingu og ætlunarverk slíkrar
persónu, sem Jesús Kristur var og er.
Matteusi postula, og Lúkasi lækni, post-
ula-lærisveini, ber algerlega saman um getn-
að og fæðingu Jesú, að hann hafi verið get-
inn af Guði og fæddur af Maríu mey, án
raannlegs föður. Og Markús, postula-læri-
sveinn, sem yfirleitt sleppir allri æfisögu
Jesú fram að því, er hann, þrítugur að aldri,
lætur skirast af Jóhannesi, byrjar þó guð-
spjall sitt með þvi að segja: »Upphaf fagn-
aðarboðskaparins um Jesúm Krist, Guðsson«,
og flytur auk þess bein ummæli um alveg
sérstakt Guðssonerni hans. Um Jóhannesar
guðspjall, sem eiginlega og yfirleitt virðist
gera meira úr*guðdómi Jesú en manndómi
hans, er ekki að tala; því að það hefir reynst