Árbók (Kristilegt bókmenntafélag) - 01.01.1936, Page 116
112
of andlegt og háfleygt, of djúpaætt og víð-
feðmt til þeas, að svonefnd vísindi hafi get-
að fellt sig við eða fallist á ummæli þess
um uppruna, eðli og einkunnir Drottins Jesú,
enda þótt lang líklegast sé, að höfundur þess
guðspjalls hafi kannað og kunnað anda og
innra líf Krists allra manna dýpst, bezt og
sannast.
Samvizka mín eða tilfinning, og enda skyn-
semi mín líka, bannar mér, að ganga á móti
öllum þessum beinu og skýru vitnisburðum,
eða þá reyna að gera þá að staðlausum skáld-
skap með allt annari merkingu en þeir sjálfir
segja með berum og einföldum orðum vefju-
laust; svo að ég játa umræddri spurningu og
segi, að ég trúi, þótt ég eigi ekilji, enda yrði
og fáu trúað, ef engu skyldi trúa, nema því,
sem skilst út í æBar, og það væri þá og ekki
heldur nein trú.
Þó fiuust mér það ekki með öllu óskiljan-
legt eða ósennilegt, að til þess að vinna verk
Jesú Krists allt, þyrl'ti meira af guðdómi og
guðdómseðli og krafti, heldur en rúmast kann
í vanalega getnum mannslíkama, og að guð-
dómurinn hafi bæði viljað og kunnað, að
velja scr það líkarasgerfl, er hanu naut sín
bezt í, til að opinbera sjálfan sig, og hefja
mennina upp til sín, sem Guðmaður meðal
manna. Og þá má loks allra sizt gleyma aug-