Árbók (Kristilegt bókmenntafélag) - 01.01.1936, Side 117
113
Ijósri trú og tilfinningu Jesú sjálfs í þessu
efni, samkvæmt því, er postular hans sam-
hljóða vitna um trúar- og lífssamband hans
við »Föðurinn á himnum*, og allmörg orð
hans þar um. Þar leynir það sér ekki, að
Jesús sjálfur finnur og veit sig í öðru og
æðra og enn nánara sambandi við »Föður-
inn« en nokkurn annan, svo að hann jafn-
vel tileinkar sér eilífa tign og dýrð til jafns
við Föðurinn, eða honum til »hægri handar*.
— Hann fann og vissi sig beint »útgenginn
frá Föðurnum«, þar sem hann var í »dýrð«,
og taldi sig ugglauslega »fara aftur til Föð-
urins«, í »dýrðina, sem hann áður hafði hjá
honum«. Vissulega finnur hann og kennir
alla aðra menn einnig sem börn Guðs, meir
að segja elskuð börn Guðs, þótt slæm séu
þau mörg, 'og sjálfan sig þá líka bróður
þeirra, eins og hann og vissulega var og eru,
samkvæmt bæði guðlegum og mannlégum
uppruna, en þó þannig, að »enginn, systkina
hans, kæmist til Föðurins nema fyrir hann«,
enda kemur allt þetta næsta vel heirn við
yfirlýst og alkunnugt erindi Krists i þenna
heim, og eilíft ætlunarverk þessa heims og
annars. Hvernig og hvar sem því á er litið,
þá hlýt ég þar við að lenda og enda, að taka
undir með trúarskáldinu voru góða: »Son