Árbók (Kristilegt bókmenntafélag) - 01.01.1936, Page 120
116
sér til ívistar gott og götugt manneðli í Maríu
mey; og að Jesús, afkvæmi hennar, hafihaft
alla eiginleika og hæfileika þess manneðlis,
nema hvað guðdómsfyllingin sérstaka hlýtur
að hafa göfgað og gegnsýrt það manneðli
enn þá rneir, og styrkt og fullkomnað eigin-
leika þess alla. Að því, er eðlismun snertir,
fæ ég ekki betur séð eða fundið, en að eðli
hans hafi verið þeim mun æðra og fjölhæf-
ara, sem sál hans var guðdómlegri, og þá
einnig eiginleikar hans að sama skapi fieiri
og máttugri, enda trúi ég þessu og treysti;
og það ekki út í bláinn. Því að »verkin sýna
merkin«, eða merkin verkin, þar sem eru
orð hans og verk, og allt hans dæmi í lífi,
dauða og upprisu, og »engin má finna dæmin
slík« um nokkurn annan.
Þá er enn ein einkennilega og athuga-
verða spurningin, hin 17., sem er svo: »Trúið
þér, að Jesús hafi lifað algerlega án syndar
á jörðinni?*
Já, ég trúi því; eða á nú að fara að gera
hann að syndara líka? Ég trúi því, eins og
fyr er sagt, að hann hafi verið »freistaður á
allan hátt«, og það líklega oftar og meir en
fie8tir eða allir aðrir; en að hann hafi þó
jafnan gengið sigrandi af hólmi; hafi aldrei
gleymt sjálfum sér eða Guði og hans vilja,
og ætíð og alstaðar beygt sinn mannlega