Árbók (Kristilegt bókmenntafélag) - 01.01.1936, Page 121
117
vilja undir vilja Föðurius, hversu »sem kvölin
þrengdi að«, eins og i Getsemane; og með
því allra bezt kennt oss og sýnt, hversu bezt
má verjast og berjast gegn freistingunum og
standast þær, þ. e. með því, að muna Föð-
urinn jafnan og vitanlega vilja hans, með
elsku, trausti og bæn, um leið og munað er
einnig eftir föðureðlinu, Gruðsbarnseðlinu i
sjálfum sór, og ákallað um aukning þess og
styrking með krafti frá hæðum.
Hvergi og aldrei get ég heldur séð eða
fundið í nokkru orði eða verki Jesh, sem
guðspjöllin greina frá, að hann hafi verið
sér meðvitandi um nokkra synd eða fundið
sig sekan um neitt gagnvart Quði eða mönn-
um, heldur þvert á móti; og ekki hafa held-
ur postular hans, mennirnir, sem ȇtu og
drukku með honum«t, og »gengu með honura
út og inn«, og *með honum voru í freisting-
um hans«, ekki hafa þeir heldur séð eða
fundið neitt slikt hjá honum, þar sem þeir
segja um hann, að »hann drýgði ekki synd
og ekki voru svik fundin i hans munni*.
Þeir hafa lika ef'ir honum sjálfum þessa
spurningu: »Hver getur sannað á mig synd?«
Skyldum þá vér geta og gera það nú, fyrst
samtíðarmenn hans og meðlifendur gátu og
gerðu það ekki, og fyrst hann sjálfur fann
sig án syndar? Nei, fjarri fer því.