Árbók (Kristilegt bókmenntafélag) - 01.01.1936, Page 122
118
Þá er 18. spurningin: »Trúið þér, að Jesús
hafi getað reist menn frá dauðum?«
Já, og ekki aðeins getað, heldur iika gert
það, eins og skýlaust er sagt í öllum guð-
spjöllunuml og ekki einu sinni samtíma óvin-
ir hans hafa getað ósannað, þótt manna
fegnastir hefðu viljað. Eða hví skyldi ekki
jafn guðlegur og voldugur andi, og Jesús var,
sem svo oft og í mörgu auglýsti vald sitt
yfir »efninu« og öndunum, í þjónustu kær-
leikans, líknandi og huggandi, hví skyldi eigi
hann, sem jafnan stóð í beinu og nánu sam-
bandi við »Föðurínn«, og vissi og fann vilja
hans jafnan, geta kallað til þessa lífs aftur
nýlega viðakildar sálir, ef guðleg vizka og
gæzka hefur fundið það hentugt og gagnlegt
til opinberunar og staðfestingar sannleikan-
um. Það mun og enda óvíst, hvort miklu
munar, að kalla nýviðskilinn mann til lífs-
ins aftur, eða að lækna og lífga að fullu að-
framkomnar manneskjur af ólæknanlegum
sjúkdómum; en það gerði þó Jesús oft ómót-
mælt.
En það er nú ekki oft, sem guðspjöllin
segja, að Jesús hafi »reist dána frá dauðum*;
aðeins þrisvar sinnum. En aftur á móti ó-
tal 8innum leyst dauðsjúkar manneskjur frá
dauða. Vel veit ég, að til er, og notuð nú
af mörgum, sú skýring á »uppvakningu hinna