Árbók (Kristilegt bókmenntafélag) - 01.01.1936, Síða 123
119
3ja dauðra< af heudi Jesú, að þeir muni ekki
hafa verið fullkomlega dánir, eða alveg
skildir við líkamaun, heldur legið í dauða-
dái; verið »skindauðir«, sem kallað er, og
hefðu því orðið kviksettir og dáið þannig á
hörmulegasta og hryllilegasta hátt, ef Jesús
hefði ekki komið til bjargar. Til þessarar
skýringar er sú ástæða, að Jesús sjálfur tal-
ar um 2 af þessum 3 dánu sem »sofendur.«
»Lazarus vinur vor er sofnaður, en nú fer
ég til að vekja hann,« segir hann við læri-
sveina sína, er hann vissi Lazarus dáinn; og
»ekki er stúlkan dauð, heldur sefur hún,«
sagði hann um dóttur Jaírusar. Um son
ekkjunnar i Nain er ekkert slíkt eftir hon-
um haft. Þar er aðeins sagt, að hann kenn-
ir til með ekkjunni, gengur beint að likbör-
unum og kallar hinn dána til þessa lífs aft-
ur. Annars er það víst, að Jesús sjálfur, og
eftir honum postular hans, líkja likamans-
dauðanum við svefn, sjálfsagt meðfram af
því, hve dáinn maður líkist sofanda, og þó
líklega fyrst og fremst af því, að deyjandi
mann dreymir augljóslega sem í svefni, og
að »sálin vakir þó sofni lif«, eða lifir áfram
þó líkaminn deyi.
Mér finnst því, að engar fullyrðingar geti
eða megi komast hér að um það, hvort þess-
ir 3 uppvöktu hafi verið »skindauðir« eða