Árbók (Kristilegt bókmenntafélag) - 01.01.1936, Page 124
120
alveg dánir. Þó er fullkominn dauði líklegri
um Lazarus, sem búinn var að liggja 4 daga
i gröfinni, svo að nálykt var af honum; og
auk þess er þess áður getið, að Jesús sagði
lærisveinunum fyrir fram, að »svefn« Laz-
arusar bæri að skilja sem verulegan viðskiln-
að. En hvort sem heldur var, þá trúi ég
því, að Jesús bæði gat og gerði að kalla til
þessa lifs þær manneskjur, sem guðspjöllin
telja af honum endurlífgaðar, og að hvort-
tveggja var undursamlegt og framkvæmt af
guðdómlegri vitund og valdi, bæði yfir efni
og anda. Og varla var það meira, að vekja
upp af dauða aðra dána, en að taka sjálfur
aftur sinn eigin líkama dáinn til ódauðlegs
lífs, eins og hann siðar gerði með eigin upp-
risu frá dauðum. Því að ekki má hugsa, að
hann hafi sjálfur verið »skindauður« lagður
í gröfina, þar sem hann, ofan á allt annað,
var lagður spjóti í hjartastað. En um það síðar.
Þá er það 19 spurningin, sem þannig
hljóðar: »Trúið þér, að krossdauði Jesú hafi
verið nauðsynlegur til þess, að Guð geti
fyrirgefið mönnunum syndir*. Þessi stóra
spurning er í samræmi við allar eða flestar
hinar, og var hennar víst að vænta.
Eins og öllum hinum munu einnig guð-
spjöllin svara henni bezt. Af þeim er það
bæði vitanlegt og alkunnugt, að Jesús sjálf-