Árbók (Kristilegt bókmenntafélag) - 01.01.1936, Side 126
122
En af hverju þá, og til hvers mun þessi
hræðilegi dauði hafa verið nauðsynlegur, og
þessvegna þá líka óhjákvæmilegur ? Eftir
Jesú eigin orðum áður, var það af því, að
án þessa dauða mundi hérvist hans og verk
ekki ná tilgangi sinum; og til þess að líf
hans hér, orð og gjörðir, bæri mikinn árang-
ur. Því að hann sagði, í sambandi við dauða
sinn: »Deyi ekkí hveitikornið, verður það
eitt saman; en deyi það, ber það mikinn á-
vöxt». Einnig sagði hann á síðustu samvist-
ar stund með lærisveinunum, að dauði sinn,
eða sitt úthelta blóð, sem er hið Bama, ætti
að verða sem »lausnargjald fyrir margac,
og verka »til fyrirgefningar syndanna*.
En hverau mátti slíkt verða, eða til hvers
varð dauði hans? Hann varð fyrst og fremst
til þess, sem Jesús einnig hafði vitað og
Bagt fyrir, að hann uppreis frá dauðum; og
upprisan varð til þess, að leiða í ljós ódauð-
leikann og eilífa lífið, tilveru annars æðra
heims og andalífs, og þar með og jafnframt
til þess, að færa fullar sönnur á allar kenn-
ingar hans, sannindi og nauðsyn alls þess,
er hann, í og með lífi sínu, orði og öllu lífs-
dæmi, hafði kennt og sýnt og boðið; og þar
á meðal um fyrirgefningu syndanna, skil-
yrði hennar, nauðsyn og blessun.
Ef Jesús hefði ekki dáið og upprisið, eins