Árbók (Kristilegt bókmenntafélag) - 01.01.1936, Síða 127
123
og haun sagði og gerði, þá hefði fyrirsjáan-
lega hrunið, og að litlu eða engu orðið allt,
sem hann áður hafði byggt; lærisveinar hans
sjálfir brotnað niður af vonbrigðum, og bælst
og marist sundur af blygðun fyrir að hafa
látið blekkjast svo mjög af »falsara þessum«;
og allt verið, eftir sem áður, jafn óvíst um
öll sannindi trúar og siðgæðis, og heimurinn
allur haldið, sem áður, áfram að vaða í villu
og svima i þeim efnum.
Vera má þó, að einhverjar kenningar Jesú
og ýmsar sögur um hann, hefði geymst, og
ef til vill, borizt út um heiminn; en þá þó
sem einkennilegar, meir eða minna senni-
legar og fagrar hugsmíðar; en mikið til
máttlausar til hugarfarsbreytingar og lífs-
bótar, nema þá fyrir sárfáa.
En fyrir krossdauða drottins til dýrðlegrar
upprisu, fór ný sem fór, og er nú komið
sem komið er: Lærisveinarnir beygðu og
niður bældu, risu andlega upp, gjörðust post-
ular hins upprisna, og báru, á allan hátt,
út kenningar hans allar; prédikuðu um og
út af orðum hans og verkum, allt í krafti
upprisu hans, og staðfestu vitnisburð sinn í
verki og sannleik eftirbreytninnar eftir hon-
um, hvað sem kostaði, og þó það kostaði
þeirra eigið líf og blóð með kvalafullum
dauða. En áhrifin af öllu þessu urðu þau,