Árbók (Kristilegt bókmenntafélag) - 01.01.1936, Side 128
124
sem alkunna er, að fleiri og fleiri tóku trú og
sinnaBkitti, iðruðust og fengu eður fundu frið
fyrirgefningar. Og þessu hefir æ siðan sífellt
áfram haldið, unz nú er boðuð iðrun og fyr-
irgefuing synda, lífernisbót og hjálpræði í
lifi og dauða; og einnig móti þessum boð-
skap tekið af miljónum mannssálna víðar og
víðar um heim — allt i krafti og fyrir kraft
Jesú úthellta blóðs eða dauða hans og upp-
risu, eða sem afleiðing hér af. Þannig leiðir
hér hvað af öðru, og hvað til annars. Blóð
Jesú Krists, eða sjálfviljug krossganga og
dauðabarátta hans, sjálfviljug fórn líkama
hans og blóðs fyrir sannleikann og lífið og
sáiarheill allra manna, er eitthvert allra
æðsta, dýrasta og sannasta tákn eða. merki
um hans óumræðilega, takmarkalausa kær-
leika til »Föðurins á himnum* og mann-
anna, barnanna guðs allra annara og syst-
kina hans, og æfinlega hin öflugasta minn-
ingargjöf um þann kærleika, sem allt lagði
í sölurnar, og síðast eigið saklaust og heilagt
blóð sitt, líf sitt, til þess, að mennirnir yfir
höfuð gæti tekið sinnaskiptum, iðrast, bætt
ráð sitt, snúið við og leitað aftur til föður-
ins, og Guð þá líka sjálfur gæti tekið á
móti frávilltura börnum fyrírgefandi þeim
syndirnar allar.
Ég er því í engum efa um, að dauði Drottr