Árbók (Kristilegt bókmenntafélag) - 01.01.1936, Síða 130
126
og enginn skilningur nær en sá, að hann
muni upprísa í sínum krosafesta dánarlíkama,
enda álíka vist, að svo hafa og postuiarnir
skilið hann, að svo miklu leyti, sem þeir þá
trúðu eða skildu nokkuð. Og fullkomlega
víst er það, að þenna skilning hafði Tóraas,
þegar hann sagði: »Sjái ég ekki naglaförin
í höndum hans, og leggi fingur minn í þau,
og hönd mína í síðu hans, þá trúi ég ekki«.
Öllum upprisufrásögnunum ber líka saman
um, að líkami Drottins var horfinn úr gröf-
inni, og að allir lærisveinarnir og nánustu
vinirnir fengu svo, fyr og öðru visi en varði,
að sjá hann, heyra og þreyfa, og þar á með-
al Tómas, að sjá og taka á naglaförunum
í höndum hans og spjótsstungunni í síðu hans,
svo að hann, eins og allir hinir, trúðí óg pré-
dikaði þar um til hinztu stundar. Og loks má
ekki sízt minnast þess, að sjálfir haturs og
fjörráðamenn Jesú standa agndofa og ráða-
lau8ir, og að því, er virðist, einnig nær að-
gerðalausir og máttlausir gagnvart þessu
óheyrilega og ótrúlega, að Jesús er sagður
og boðaður upprisinn með »líkama og sál«;
gröfin hans, innsigluð og vörðum varin, auð
og tóm — aðeins líkblæjurnar eftir — og
hann sjálfur séður og heyrður og þreifaður
af mjög mörgum fyr og síðar, og vist einu
sinni af 500 í einu. Og þessir menn láta