Árbók (Kristilegt bókmenntafélag) - 01.01.1936, Page 131
127
það vera ógjört, að eftirláta heiminum nokk-
ur sönnunargögn, eða jafnvel nokkrar líkur
fyrir því ólíklegasta: að lærisveinar hans
hafi stolið liki hans, eða þá, að Jesús hafi
aðeins raknað við úr dauðadái, eins og sum-
ir hafa látið sér hugkvæmast, þó að hann
væri stunginn spjóti i hjarta! Þessir menn
höfðu þó öll völdin og alla möguleikana
til; að rannsaka allt, og þá ósanna upprisu-
boðskapinn — og hefðu auðvitað að sjálf-
sögðu gjört það — ef nokkur leið hefði ver-
ið til.
Upprisa Drottins í dánum endurlífguðum
líkama hans var því óvinum hans alveg
óviðráðanleg, óhrekjanleg staðreynd, eins og
hún einnig á hinn bóginn varð vinum hans
það hellubjarg sannleikans og hjáipræðisins,
sem á brotnaði og vaið að froðu einni, all-
ur uggur og efi um Jesúm sjálfan og allt
hans erindi, orð og verk í lífi og dauða.
í jarðnesku lifi og starfi sínu hafði Jesús
margoft sýnt og sannað, að hann hafði undur-
samlegt vald yfir svo nefndu »efni«, líkam-
legu jarðnesku efninu, og þarf ekki til þess
dæmin að nefna, því þau eru alkunn, og
augljÓB flest. Og eitt sinn er frá þvi sagt,
að Guðs og dýrðarfylling hans varð svo
mikil eða yfirgnæfandi, að út úr skein lík-
ama hans, er »andlit hans skein sem sólin