Árbók (Kristilegt bókmenntafélag) - 01.01.1936, Page 132
128
og klæði kans urðu björt sem ljóa«, á fjall-
inu helga — ummyndunarfjallinu.
Eg heli altaf hugsað mér likaraa Drottins
Jesú mjög hreinan og lausan við allt gróf-
gert, grómkennt og sjúklegt, allan göfgaðan
og gerðan eftir hans göfuga, hreina íbúandi
anda, og þessvegna einnig hæfari til að upp-
fyllast eða eins og uppsvelgjast af eða ivefj-
ast hinu andlega; og þá þannig vel geta
»ummyndastf og orðið að efni í hinn and-
lega líkama, sem allir, eða víst flestir, hugsa
sér, að »andarnirc og þár með einnig sálir
framliðinna, fái og hafi. Því að enginn hugs-
ar sér »anda« án einhverrar myndar eða
ákveðinnar lögunar, og þá lika varla nokkra
mynd án nokkurs »efnis«.
Eg hefi því hugsað mér, að hinn guðborni
máttugi andi Jesú Krists hafi, á tilsettum
tíma, vitjað síns blessaða. hreina og heilaga
likama, og unnið sér úr honum, eða um-
myndað hann í þann líkama, sem væri jafnt
hæfur fyrir himinn og jörð, og hann nú gæti
notað til að sýna og sannfæra heiminn um
áframhaldandi dýrðartilveru sína, og um
sannleika fagnaðarerindis síns alls.
Og alla tíð síðan alit þetta bar við, og
ekki sízt nú á vorum dögum, hefir margt
og mikið við borið víðsvegar um heim, sem
styður og styrkir þessa hugsun. Eg segi því,