Árbók (Kristilegt bókmenntafélag) - 01.01.1936, Page 133
129
fyrir allar þessar sakir, og ýraaar fleiri ósegj-
anlegar, að ég trúi upprisuboðskapnum bless-
aða, alveg eins og honum er fram haldið í
guðspjöllunum, og að annað nægir mér
ekki.
Þá er enn i 21. lagi spurt: »Trúið þér, að
Jesús hafi birzt lærisveinum sínum á and-
legan hátt?«
Já — en ekki aðeins á andlegan hátt, eða
svo, að þeir hafi fundið hann, eða séð hann
með trúaraugum einum eða einungis andlega
og ósýnilega nálægan sér, heldur og fyrst
og fremst framan af beint og skýrt fyrir
líkamsaugum, alveg eins og guðspjöllin segja
svo blátt áfram og einfaldlega frá.
Ég trúi því, með því og að mér finnst það
bæði náttúrlegt og nærgætnislegt, svo sem
vænta mátti, að Drottinn hafi fyrst, meðan
ástvinir hans voru sjúkir af sorg og sárveik-
ir af ótta og efa, viljað hugga þá og styrkja
með sem sterkustum sönnunum; og ekkert
var sterkara en að lofa þeim að sjá, heyra
og þreifa hann sjálfan líkamlega, enda var
þetta ekkert annað en það, sem hann hafði
áður beint og skýrt lofað þeim, áður en
hann gekk i dauðann, þótt þeir þá hvorki
gætu skilið né trúað. En þegar liann þannig
hafði læknað þá og fullstyrkt, og talað við
þá um þá hluti, >sem heyrðu Quðs ríkí til«,