Árbók (Kristilegt bókmenntafélag) - 01.01.1936, Page 134
130
þá hafi hann sjaldnar birzt þeim á þenna
hátt, en því oftar á andlegan hátt, og það
svo, að hann muni langoftast hafa sífelt
staðið þeim fyrir sálarsjónum, og látið þá
íinna og reyna fullar efndir seinasta loforðs
sins um, að »vera með þeim alla daga, allt
til enda veraldar*.
Þá er 22. spurning: »Trúið þér, að him-
ininn sé til sem ákveðinn staður?«
Eg trúi þvi, að »himininn« geti náð, og
eigi að ná einhvern tíma um alla heima og
geima; hann geti verið og eigi að vera hér
á jörðu, og hvar sem er annarsstaðar í tíma
og rúmi, og meina ég þar með: Guðsríki og
gæði þess. En eins og háttað hefir verið og
enn er, getur himíninn, þ. e. sælustaðurinn,
ekki alstaðar verið; hvergi þar, sem »magt
myrkranna«, villa og spilling, vonzka og
ófarsæld rikir.
Hugsa má sér þó, að »himininn« eða Guðs
riki geti viða verið að nokkru, og að nokkru
ekki, einB og þar sem ljós og myrkur mæt-
ast eða blandast saman, likt og að kvöldi
og morgni dags; og skiptir þá miklu, hvort
nótt eða dagur er í aðsigi. Eins má hér og
vel hafa til samanburðar og líkingar líking-
una alkunnu um »illgresi meðal hveitisins*.
Að því, er snertir sérstaklega himin —
sælu og dýrðar, þá hugsa ég og trúi, að