Árbók (Kristilegt bókmenntafélag) - 01.01.1936, Page 135
131
nokkuð líkt megi um hann ætla. Annars
mun »himininnc merkja fullt eins ákveðið
áBtand góðleika og sælu eins og ákveðinn
stað. Þó finnst og skilst mér hvert ákveðið
andlegt ástand ekki geta verið, hvar sem
vera skal, heldur hijóti það að tilheyra ein-
hverju ákveðnu samsvaranda og viðeiganda
stigi eða sviði tilverunnar; og að þar við eigi
Drottinn Jesús með •mörgu vistarverunum í
hú8i síns himneska föður*. Enda er það
næsta trúlegt, að svo muni vera um annan
heim sem þennan, og ekki síður, eins og líka
kennt hefir verið, að safnast eða »sækjast
sér um líkir«, og sameinast þeir, er saman
eiga En fyrst mjög ólikir geta ekki saman
verið, þá hljóta þeir að vera hver á sínum
stað, og þá ekki heldur allir á sama stað eða
svæði geymsins eða rúmsins.
Pinnst mér þá komið nærri þvi, að ætla
megi og trúa, að himinvist hvers eins sé og
verði á ákveðnum stað, eftir sönnu andlegu
ásigkomulagi hans, enda kemur það og vel
heim við það alkunna orðalag um einn al-
kunnan dáinn mann: Að »hann fór til sins
staðar*. Eg trúi líka, að svo sé, og þá einnig
að «himininn« eé til á ákveðnum sviðum eða
eða beltum, ef svo má orða það, í algeimn-
um, ellegar þá ýmsir ákveðnir mismunandi
bústaðir í himninum eða himnunum, við hvers